Hlekkur 1 Vika 1

Mánudagur 28. ágúst

Á mánudag var fyrsti skóladagurinn okkar í 10. bekk. Við töluðum um Fanmerkurferðina okkar sem var vikuna áður og það sem við gerðum þar. Við fórum í þorp í Danmörku sem var alveg vistvænt. Það voru vindmyllur útum allt og sólarsillur á næstum öllum þökum. Þau höfðu lítið hús þar sem var hægt að skipta fötum og gámasvæði þar sem voru ruslatunnur fyrir allt. Svo fórum við líka í safn sem heitir Experimentarium. Þar er fullt af allskonar hlutum til að fræðast um. Á einum kafla voru leikir um sjó og öldur og annar kafli var um líkamann. Það var líka annar kafli um ljós og þar var t.d. Hægt að sjá hvernig það er að vera litblindur og líka hvernig endurskínsmerki virka ogafhverju þau eru mikilvæg.

Við töluðum um hlekkina og loturnar. Svo ræddum við hvort við ætttum að hafa ritgerð til að æfa okkur. Hún mun ekki vera partur af lokamatinu. Töluðum líka um rannsóknarverkefni og ákváðum að hafa það í staðin fyrir Vísindavöku.

Lokamat

  • Tilraun – Gyða skipar í hópa
  • Hugtakakort – einstaklings – kynning
  • Próf – fjórar spurningar

Þetta er hægt að sjá hér.

Við töluðum um að á morgun ætlum við að gera Plagat um lífríki í Danmörku og Íslandi og bera það saman. 

Svo töluðum við um Herðubreið og Gyða síndi okkur video um hana sem Tómas Guðbjartsson gerði. Það er bara hægt að fara eina leið upp á fjallið og það er hraunkragi á henni sem er á mörgum öðrum fjöllum. Efst á fjallinu er vatn sem er frosið. Herðubreið myndaðist þegar það var eldgos undir jökli og er hún 1682 metra há. Hún er staðsett á Ódáðahrauni og er sögð vera drottning Íslenskra fjalla. Herðubreið var kosin þjóðarfjall Íslands árið 2002.

Þriðjudagur 29. ágúst

Á þriðjudaginn byrjuðum við tímann á að tala um verkefni dagsins, sem var hópkynning á lífríki, jarðfræði og umhverfismál í Danmörku samanborið við Ísland. Ég var með Önnu Birtu og Eddu Guðrúnu í hóp. Við ákváðumað gera 3 plagöt. Ég gerði plagatið um umhverfismál, Anna gerði jarðfræði og Edda gerði lífríki. Við kynntum svo plagatið í lok tímans.


Fimmtudagur 31. ágúst

Á fimmtudag vorum við í tölvuveri að blogga um danmerkurferðina sem er hægt að sjá hér

Fréttir og myndbönd

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s